Framfaravog sveitarfélaga 2020 - niðurstöður
Meðfylgjandi eru niðurstöður Framfarvogarinnar 2020 sem gefnar eru nú út í þriðja sinn: Niðurstöður eru fyrir sveitarfélögin: Kópavog, Reykjanesbæ og Sveitarfélagið Árborg.
Meðfylgjandi eru skorkort sveitarfélaganna sem innihalda samansafn af samfélagslegum og umhverfislegum vísum sem ná yfir þrjár víddir félagslegra framfara. Framfaravogin segir til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og skapa einstaklingunum tækifæri til betra lífs.
