Niðurstöður SPI2017 kynntar í Arion banka

Morgunverðarfundur SPI á Ísland var haldinn í Arionbanka 19.október þar sem farið var yfir niðurstöður Íslands 2017 á lista yfir vísitölu félagslegra framfara. Ísland lenti í 3ja sæti í ár og er með hæstu einkunn á lýðheilsumálum af Norðurlöndaþjóðunum en vitað er að hægt er að gera betur.

Yfirskrift fundarins var "Öflugt aðhaldstæki fyrir kjósendur" en notagildi þessa verkfæris getur verið mikilvægt þegar kemur að stefnumótun og getur því verið öflugt aðhaldstæki fyrir kjósendur. En með því að fylgjast með framþróuninni á listanum er hægt að fylgjast með því hvernig stjórnvöld eru að ráðstafa þjóðartekjum þannig að þær komi sem flestum til góða.

Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square