Hvernig má leggja mat á félagslegar framfarir?

January 12, 2017

Þriðjudaginn 17. janúar nk. verður  haldinn áhugaverður morgunverðarfundur í höfuðstöðvum Arion banka þar sem vísitalan um félagslegar framfarir var kynnt.

 

VFF vísitalan er reiknuð út árlega fyrir 133 lönd í hinum ýmsu heimsálfum og 272 svæði innan Evrópusambandsins og mælir hversu vel tekist hefur til við að tryggja íbúum aðgengi að grunnþörfum, almenna velferð og tækifæri til betra lífs.

 

Meðal þátta sem teknir eru inn í vísitöluna eru aðgengi að heilsugæslu, menntun og hagkvæmu húsnæði sem og staða jafnréttismála og trúfrelsis. Því er um að ræða nýja nálgun til að mæla árangur samfélaga en hingað til hefur fyrst og fremst verið horft til hagrænna þátta.

 

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognitio, Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte, munu verða með erindi á fundinum.

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

November 13, 2019

January 9, 2019

Please reload

Archive
Please reload

Search By Tags
Please reload

Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

© 2019 SPI  local partner á Íslandi - Cognitio ehf