Félagslegar framfarir á Íslandi- SPI 2018

September 11, 2018

Hver er staða Íslands í samfélagi þjóðanna þegar kemur að því sem skiptir tilveru fólks mestu máli: góðu aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu og hagkvæmu húsnæði í frjálsu, öruggu og jöfnu samfélagi?

 

Á morgunverðarfundi í Arion banka miðvikudaginn 26. september verður farið ofan í saumana á stöðu Íslands á glænýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar yfir hvernig þjóðum heimsins tekst að ráðstafa þjóðartekjum þannig að þær komi sem flestum til góða. Mælikvarðinn er vísitala félagslegra framfara (VFF – Social Progress Index) sem er lykilverkfæri við stefnumótun en líka öflugt aðhaldstæki kjósenda.
 

Ísland hefur skorað hátt á lista SPI stofnunarinnar undanfarin ár. Það verður fróðlegt að skoða hver staða landsins er á nýja listanum, ekki síst í ljósi þeirra átaka sem spáð er á íslenskum vinnumarkaði í vetur þar sem verður meðal annars tekist á um hvernig þjóðarkökunni er skipt. 

Farið verður yfir niðurstöður Íslands, styrkleikar skoðaðir en einnig rætt hvað þarf að gera betur, meðal annars með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

 

Fundurinn er haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni þann 26. september. 
Húsið opnar kl. 08.15 með léttum morgunverði, dagskráin hefst 8.30 og lýkur klukkan 10.


Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Dagskráin er sem hér segir:

08:30 - Velkomin í Arion banka

08:35 - SPI 2018 - Niðurstöður fyrir Ísland
             - Rósbjörg Jónsdóttir, fulltrúi SPI á Íslandi

08:55 - Af hverju eru heimsmarkmiðin okkur mikilvæg og hvernig notar Kópavogur SPI til að innleiða þau?
           - Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogs

09:10  - Lífskjör vs Lífsgæði - Panel umræður
            Hvernig tekst stjórnvöldum að ráðstafa þjóðarverðmætum þannig að þau komi sem flestum til góða?

                     Þátttakendur í panel: Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra, Brynhildur Davíðsdóttir
                     prófessor og stjórnarformaður OR, dr. Gunnar Haraldsson hagfræðingur og Stefán Broddi Guðjónsson
                     forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.
                     Stjórnandi umræða: Jón Kaldal, sérfræðingur í almannatengslum.

09:45 Fundi slitið


Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Skráning hér

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

November 13, 2019

January 9, 2019

Please reload

Archive
Please reload

Search By Tags
Please reload

Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Facebook - White Circle
  • White Twitter Icon
  • LinkedIn - White Circle
  • YouTube - White Circle

© 2019 SPI  local partner á Íslandi - Cognitio ehf