Ísland í 2. sæti yfir mestu lífsgæði í heiminum á nýjum alþjóðlegum listaÍsland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt nýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar (SPI). Ísland var í 3. sæti á listanum í fyrra.

Noregur er í efsta sæti listans, Finnland í 4. sæti og Danmörk í 5. sæti. Svíþjóð er í 11. sæti.


Ísland og Noregur eru einu Norðurlöndin sem hækka sig á listanum milli ára, hin þrjú löndin lækka.


Vísitalan segir til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingnum tækifæri til betra lífs. Þetta er í fimmta skipti sem Social Progress Imperative birtir lista sem byggður er á vísitölu félagslegra framfara. Úttektin 2018 sýnir niðurstöður fyrir 146 þjóðar alls staðar í heiminum byggða á 51 vísi sem allir byggja á útkomu og segja til um hvernig okkur hefur tekist uppi. Hér er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa frá upphafi mælinga 2013.


Áherslur á félagslegar umbætur og framfarir sem taka til fleiri þátta en efnahaglsegra verðmæta einna hafa aukist verulega á síðustu árum og sennilega aldrei verið mikilvægari. Enda krafa fólks um aukin lífsskilyrði stöðugt að aukast. Því er mikilvægt að horfa til annarra mælikvarða en fjárhagslegra mælikvarða.

Ísland í efsta sæti í 12 mismunandi mælingum

Noregur skorar hæst þjóða í félagslegum framförum með 90.26. Noregur leiðir þegar kemur að húsnæði og borgarlegum réttindinum og hefur hækkað um 1.5 punkt frá því 2014, meira en nokkurt annað Norðurlandaríki.

Meðaleinkunn á 2017 listanum er 63.46 og lækkar milli ára, var 64.85 í fyrra.

Ísland fylgir Noregi fast eftir og er í 2. sæti með 90.24 punkta og hefur bætt sig með hverju árinu frá árinu 2014 og sýnir þar með ákveðinn stöðugleika þegar kemur að félagslegum framförum.

Ísland hækkar 2018 þegar horft er til grunnþarfa og sýnir þar styrkleika í samanburði við aðrar þjóðir. Aðrar víddir eru á pari miðað við þær þjóðir sem við viljum helst bera okkur saman við.

Ísland er í 1. sæti í tólf af 51 vísi listans. Samkvæmt listanum er hvergi í heiminum til dæmis meiri umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum en á Íslandi, þátttaka þeirra í samfélaginu er mest hér og ofbeldi í þeirra garð hvergi minna. Ísland er líka í efsta sætinu þegar kemur að jákvæðu viðhorfi til samkynhneigðra.

Einn helsti veikleiki Íslands samkvæmt úttekt SPI eru Umhverfisgæði (environmental quality) þar sem Ísland er í 17. sæti á heildarlistanum. Það sem dregur einkunn landsins niður er meðhöndlun fráveitu (wastewater treatment), í 30. sæti í þeim málaflokki, og enn frekar slök frammistaða við verndun lífríkisins (biome protection), en þar lendir landið samkvæmt úttekt SPI í 84. sæti á listanum, sem er langversta staða landsins þegar horft er til einstakra mælinga.

Þá hefur verið bætt inn nýjum vísi sem hefur með þátttöku almennings í stefnumótun á netinu – þar er horft til þess að 1 táknar mikla þátttöku á meðan 0 sýnir enga þátttöku. Hér erum við eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þetta snertir þætti sem hafa með Árósarsamninginn að gera sem stuðlar að því að efla þátttöku almennings og áhrifaaðila að því að koma með ábendingar og tillögur samfélaginu til umbóta.

[endif]

Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square