Framfaravog sveitarfélaga mælir lífsgæði og framfarir


Mynd tekin á WW2019

Kópavogur, Árborg og Reykjanesbær hafa tekið höndum saman um að setja á laggirnar mælitæki sem hefur fengið nafnið framfaravog sveitarfélaga en með voginni er hægt að leggja mat á framfarir og styrk samfélagslegra innviða í sveitarfélögum.

Framfaravogin byggir á hugmyndafræði vísitölu félagslegra framfara (VFF) – Social Progress Index (SPI) – sem kemur út árlega og sýnir stöðu þjóða heimsins.

Samningur sveitarfélagana um Framfaravogina var kynntur í vikunni á alþjóðlegu ráðstefnunni What Works sem fram fór í Hörpu 1..-3. apríl.

Hugmyndafræðin að baki VFF vísitölunni er að setja á oddinn það sem skiptir tilveru fólk mestu máli, þar á meðal eru aðgangur að heilsugæslu, menntun, hagkvæmu húsnæði og staða jafnréttismála og trúfrelsi. Vísitalan er öflugt tæki til að fylgjast með framgangi áætlana um að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Vísitalan dregur fram hvar þarf að forgangsraða og hvernig skal nýta fjármuni með markvissari hætti til frekari umbóta og uppbyggingar.

Með samstarfi sveitarfélaganna um Framfaravogina er verið að horfa til langs tíma og munu sveitarfélögin meðal annars geta nýtt hana til að leggja grunninn að því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) innan sinna bæjarmarka.

Vinnuhópur á fundi í Árborg 4.apríl 2019

Kópavogur var brautryðjandi á þessu sviði og birti í fyrra ítarlega VFF úttekt á sveitarfélaginu. Ávinningurinn var mikill fyrir Kópavogsbær og vakti athygli víðsvegar. Kynntu forsvarsmenn sveitarfélagsins meðal annars í New York sumarið 2018 á hliðarviðburði í tengslum við ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna, hvernig Kópavogur notar vísitölu félagslegra framfara til að fylgjast með framgangi áætlana um að ná heimsmarkmiðum SÞ.

Með samstarfi um Framfaravogina er hægt að styrkja hana verulega sem mælitæki og hvetja stofnendur hennar önnur sveitarfélög til að slást í hópinn.

Stjórnendur úttektar: SPI á Ísland í samvinnu við Social Progress Imperative

Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square