Niðurstöður 2019


Í dag 18.nóvember kynnti SPI á Íslandi nýjar niðurstöður Framfaravogarinnar 2019 þar sem úttektar þriggja sveitarfélaga; Árborgar, Kópavogs og Reykjanesbæjar voru lagðar fram. Hér er um að ræða fyrsta útgáfa fleiri ein eins sveitarfélags þar sem aðferðum SPI eða vísitölu félagslegra framfara er beitt við mat á félagslegum framförum í samfélagi. Framfaravogin er stjórntæki sem ætlað er að nýta til að auka velferð og framfarir í samfélögum. Hún byggir á aðferðafræði vísitölu félagslegra framfara (e.social progress index) og inniheldur einungis félagslega og umhverfislega þætti. Þá byggir hún á útkomu eða niðurstöðum fremur en fjármagni eða fyrirhöfn.

Með því að fylgjast markvisst og reglulega með þróuninni geta sveitarfélögin forgangsraðað og brugðist við með markvissum hætti. Markmið Framfaravogarinnar er að draga fram stöðu mála og um leið benda á hvar megi gera betur þegar kemur að félagslegum framförum í samfélaginu.

Framfaravogin 2019 inniheldur 50 sérvalda vísa sem endurspegla með einum eða öðrum hætti félagslegar framfarir sveitarfélaga á Íslandi. Þessir vísar eru allir fáanlegir fyrir öll sveitarfélög í landinu og byggja á þeim gögnum sem aflað var frá virtum rannsóknaraðilum og stofnunum. Gögnin byggja á niðurstöðum frá 2014-2018.

Sveitarfélögin þrjú, Kópavogur, Reykjanesbær og Árborg sýna mikið frumkvæði með að koma þessu á koppinn og hafa sýnt fram á að hægt er að vinna saman að því að búa til sameiginlegt verkfæri sem nýtist öllum. Því fleiri sem koma á vagninn þeim mun betri niðurstöður er hægt að kalla fram.

Stærsta áskorun þessarar úttektar fólst í að afla þeirra gagna sem til þurfti til að mæla það sem þátttakendur vilja að sé mælt. Þeir mælikvarðar sem henta í öðrum löndum og við aðrar aðstæður eiga ekki endilega vel við í íslensku samhengi, sérstaklega ekki á sveitarstjórnarstigi. Jafnvel þó "hjörtum mannanna svipar saman" eins og Tómas Guðmundsson orti, þá eru grunnþarfir einstaklinganna ekki endilega þær sömu í „Súdan og Grímsnesinu”. Það sem sérstaklega kom í ljós, var að mikilvægir málaflokkar sem heyra undir ábyrgðarsvið sveitarstjórnarstigsins búa ekki yfir nægjanlega góðum gögnum sem hægt er að nýta til að skoða raunverulegan árangur félagslegra framfara og uppfylla ekki skilyrði SPI. Þar má sérstaklega nefna upplýsingar um heilbrigði, húsnæði, vatn og hreinlæti og umhverfisgæði. Mikilvægt er að samræma viðmið og leiðir til mælinga. Það er svo mismunandi leiðir hvernig reynt er að bregðast við, Ekki er bara hægt að horfa á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis heldur þarf að skoða hvernig staðan er milli sveitarfélaga og tryggja með því upplýsingar sem stjórnsýslustig sveitarstjórna getur tekið mið af. Sveitarfélögin þrjú sýna öll framfarir þegar horft er yfir það tímabil sem byggt er á Framfaravogin er mikilvægur vegvísir sveitarfélaga og hjálpar þeim að byggja upp heilbrigð og góð samfélög sem velferð og ánægja er höfð að leiðarljósi.

Í hratt vaxandi samfélagi er mikilvægt að huga vel að undirstöðuþáttum mannlífs og viðskipta og með hjálp framfaravogarinnar er hægt að tryggja að enginn verði skilinn eftir.

Hægt er að skoða skorkort sveitarfélaganna hér - www.socialprogress.is/framfaravogin2019

Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square