Ísland í 9.sæti af 163 yfir mestu lífsgæði í heiminum

Árleg úttekt á SPI – Social Progress Index (vísitala félagslegra framfara ) er birt í dag 10. September. Samkvæmt þessu er Ísland í þ 9. sæti af 163 þjóðum hvað varðar lífsgæði og styrk samfélagslegra innviða. Aldrei hefur vísitalan náð til jafn margra þjóða og í ár og er íbúafjöldi þeirra samanlagður um 99,85 % af samanlögðum íbúafjölda jarðarinnar.

Vísitalan samanstendur af 50 samræmdum vísum um félagslegar framfarir og nær yfir 10 ára tímabil. Mælikvarðinn byggir einungis á félagslegum og umhverfislegum þáttum og engum hagrænum stærðum og endurspeglar einungis útkomu.

Vísitalan byggir á þremur grunnstoðum; grunnþörfum einstaklingsins, undirstöðum velferðar og tækifærum einstaklingsins.

Vísitalan er reiknuð árlega fyrir flest öll lönd heimsins og nær nú 2020 til um 99,85% íbúa heimsins. Þessi mælikvarði sem byggir á meira en 80.000. einingum gagna, gefur mynd af því hversu vel þjóðum heims hefur tekist til að tryggja íbúum sínum velferð og skapa þeim tækifæri til að bæta líf sitt.

Meðaleinkunn á 2020 heimslistanum er 64.63 og hefur batnað úr 60.63 2011. Einkunn Íslands er 91,09 og er landið meðal þeirra 10 landa í heiminum þar sem félagslegar staða fólks er hvar best, mælt á þennan mælikvarða. Ísland í níunda sæti 2020

  • Þegar horft er yfir 10 ára tímabil er Ísland að bæta sig um 1.39 stig

  • Samkvæmt niðurstöðum 2020, býr Ísland við bestu grunnþarfir í heiminum.

  • Ísland er samkvæmt úttektinni 2020 efst hvað varðar 10 af 50 vísum.

  • Besta bæting samkvæmt útreikningum 2020 er í öryggi þar sem landið trónir efst af 163 þjóðum sem og aðgengi að upplýsingum og samskiptum.

Hægt er að nálgast ítarlegra upplýsinga á vef Social Progress Imperative – www.socialprogress.org frá klukkan 14:00, 10. september 2020.

Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square