Framfaravogin gefin út í 3ja sinn

Framfaravogin er mikilvægur vegvísir sem hjálpar sveitarfélögum til þess að byggja upp samfélag velferðar. Framfaravogin snýst um einstaklinginn, þarfir hans, vellíðan og tækifæri. Framfaravogin 2020 er nú gefin út í þriðja sinn og er byggð upp á aðferðafræði vísitölu félagslegra framfara. Niðurstöðurnar í ár byggja á 55 vísum félagslegum og umhverfislegum sem falla undir grunnþarfi, velferð og tækifæri. Markmið Framfaravogarinnar er að sýna stöðu félagslegra framfara á því svæði sem skoðað er með það að leiðarljósi hvar er hægt að gera betur. Til að slíkt sé hægt þurfa viðmiðin að vera skýr, mælikvarðarnir réttmætir og vel skilgreindir og endurspegla það sem máli skiptir fyrir einstaklinginn. Framfaravogin hjálpar til við að bregða ljósi á hvar skóinn kreppir. Framfaravogin lítur ekki til peningalegra mælikvarða. Hún hjálpar til við forgangsröðun. Slíkt er ekki síst mikilvægt nú á tímum þegar fjárhag sveitarfélaga er þröngur stakkur sniðin vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 faraldursins og afleiðinga hans á tekjur þeirra. Á sama tíma hafa útgjöld sveitarfélaganna aukist þar sem eftirspurn eftir lögbundinni þjónustu þeirra eykst á sama tíma. Nú, þegar fjármunir eru af skornum skammti en verkefnin næg eru nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum með sem bestum hætti. Það eru sveitarfélögin Kópavogur, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Árborg sem standa að þróun þessa vegvísis og beinast niðurstöður að þeim sveitarfélögum. Byggt er á gögnum sem ná yfir tímabiliði 2015-2019 og koma öll úr traustum og áreiðanlegum gagnabrunnum og eða rannsóknaraðilum. Helstu áskoranir þessarar úttektar líkt og fyrri ár, var að finna samanburðarhæf gögn sem snúa að umhverfisgæðum, vatni og hreinlæti og upplýsingum sem endurspegla líðan íbúa af erlendu bergi brotnu. Allt eru þetta mikilvægir málaflokkar, tilheyra málaflokkum sem tilheyra sjálfbærum samfélögum, heilsusamlegum samfélögum, og að enginn verði skilinn eftir. Hér er mjög mikilvægt að samanburðarhæf viðmið verði lögð fram, t.d. er ekki neins staðar hægt að fá gögn sem snýr að gæði neysluvatns á Íslandi! Með frumkvæði sínu, hafa Kópavogur, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Árborg lagt grunninn að samræmdum vegvísi sem nýst getur öllum sveitarfélögum í landinu. Verkefnið er mikilvægur grunn til að byggja á segir Rósbjörg, ekki síst til að samræma gagnaöflun og gagnaframsetningu öllum sveitarfélögum landsins til hagsbóta.

Hérna er hægt að fletta skýrslunni sem gefin hefur verið út með því að klikka á myndina:


Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Facebook - White Circle
  • White Twitter Icon
  • LinkedIn - White Circle
  • YouTube - White Circle

© 2019 SPI  local partner á Íslandi - Cognitio ehf