Lífskjör - lífsgæði
Félagslegar framfarir á Íslandi- SPI 2018


Morgunverðarfundur í Arion banka

26.september 2018
0815 - 10:00

 

Ísland hefur skorað hátt á lista SPI stofnunarinnar undanfarin ár. Það verður fróðlegt að skoða hver staða landsins er á nýja listanum, ekki síst í ljósi þeirra átaka sem spáð er á íslenskum vinnumarkaði í vetur þar sem verður meðal annars tekist á um hvernig þjóðarkökunni er skipt. 

Farið verður yfir niðurstöður Íslands, styrkleikar skoðaðir en einnig rætt hvað þarf að gera betur, meðal annars með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

 

Fundurinn er haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni þann 26. september. 
Húsið opnar kl. 08.15 með léttum morgunverði, dagskráin hefst 8.30 og lýkur klukkan 10.


Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Dagskráin er sem hér segir:

08:30 - Velkomin í Arion banka
 
           - Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastóri eignastýringar Arion banka

08:35 - SPI 2018 - Ísland 
             - Rósbjörg Jónsdóttir, fulltrúi SPI á Íslandi
             - Kveðja frá Michael Green, CEO Social Progress Imperative 

08:55 - Af hverju eru heimsmarkmiðin okkur mikilvæg og hvernig notar Kópavogur SPI til að innleiða þau?
           - Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogs

09:10  - Lífskjör vs Lífsgæði - Panel umræður
            Hvernig tekst stjórnvöldum að ráðstafa þjóðarverðmætum þannig að þau komi sem flestum til góða?

                     Þátttakendur í panel: Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra,
                     dr. Gunnar Haraldsson hagfræðingur og Stefán Broddi Guðjónsson
                     forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.
                     Stjórnandi: Jón Kaldal, blaðamaður


09:45 Fundi slitið