top of page
Vinnum saman og skiljum engan eftir

SOCIAL PROGRESS 
Á ÍSLANDI

mæling  - árangur - áhrif

Heim: Welcome

HVAÐ ER FRAMFARAVOGIN ?

Stjórntækið sem mælir félagslegar framfarir sveitarfélaga

Girls Carrying a Recycling Bin

Framfaravogarinnar dregur fram stöðu félagslegra framfara í samfélaginu og um leið hvar og hvað má betur fara.
Framfaravogin er stjórntæki eða vegvísir sem hjálpar sveitarfélögum að byggja upp
umhverfi og innviði sem stuðla að
félagslegu öryggi, heilbrigðum lífsháttum og samfélagslegri þátttöku allra íbúa.


Áherslur á félagslegar framfarir og umbætur er taka tillit til fleiri þátta en efnahagslegra verðmæta einna, hafa aukist verulega á undanförnum misserum.

Ein leið til til að  draga fram stöðuna og stilla upp aðgerðum þar sem að félagslegar framfarir eru hafðar að leiðarljósi er að beita kortlagningu vísitölu félagslegra framfara, VFF (e. SPI - Social Progress Imperative). www.socialprogress.org

Mikilvægt er að leggja mat á stöðuna í þínu samfélagi og bregðast við með markvissum hætti í þágu fólksins og eða sýna fram á að þau verkefni sem fjárfest er í séu að sýna árangur.


HVERNIG ER FRAMFARAVOGIN SETT SAMAN?

Uppbygging Framfaravogarinnar byggir á þremur víddum, sem hver um sig inniheldur fjóra þætti.
Innan hvers þáttar eru 3 - 7 vísar sem fylgst er með

Happy Family in the Park

GRUNNÞARFIR

Heilbrigði - þar sem horft er til m.a. trausts heilbrigðiskerfis sem og heilsusamlegri næringu. Þetta eru forsendur þess að lifa af en ef þessir þættir eru ekki fyrir hendi hefur það neikvæð áhrif á samfélagið.

Vatni og hreinlæti - aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu telst til grundvallarmannréttinda og slíkt er lífsnauðsynlegt hverjum einstaklingi og eykur lífslíkur hans.

Húsnæði - Til að tryggja öryggi, heilsu og mannlega reisn þarf hver og einn
að hafa aðgengi að mannsæmandi húsnæði.

Öryggi - er nauðsynlegt heilsu, friði, réttlæti og vellíðan og stuðlar að frelsi einstaklingsins. Með því að geta yfirgefið heimili sitt án þess að búa við ótta er mikilvægt hverjum og einum. 

Rock Balancing

GRUNNSTOÐIR VELFERÐAR

Grunnmenntun - menntun er forsenda framfara, frelsis og eflingu einstaklingsins.
Með grunnþekkingu í lestri, skrift og stærðfræði getur hver og einn
bætt samfélagslegar og efnahagslegar aðstæður sínar og tekið þátt í samfélaginu.

Samskipti og upplýsingar - frjálst aðgengi að upplýsingum og möguleikinn á að skiptast á
upplýsingum við aðra er nauðsynlegt fyrir skilvirkt og ábyrgt samfélag.

Heilsa og líðan - mælir hversu heilbrigðu lífi fólk hefur tök á að lifa.  Hér er horft til þátta
sem aðstoða einstaklinginn við að draga úr ótímabærum sjúkdómum og dauða.

Umhverfisgæði - öruggt, hreint og náttúrulegt umhverfi er forsenda fyrir
heilbrigðu og ánægjulegu lífi einstaklingsins.

Umhverfisgæði hafa bein áhrif á heilsu og möguleika fólks til lífs.

 

Kids Running

TÆKIFÆRI

Borgaraleg réttindi - gera einstaklingum kleift að taka þátt í samfélaginu án afskipta yfirvalds og annarra stofnana eða einkaaðila. Þau stuðla að reisn og virðingu og auðvelda þátttöku í að byggja upp frjálst og lýðræðislegt samfélag þar sem ólíkar raddir heyrast og tekið er tillit til.
 

Persónufrelsi - endurspeglar val og áherslur fólks á að taka ákvarðanir eins og hann kýs og
hefur frelsi til að ákveða hvernig hann hagar lífi sínu.

 

Þátttaka - er tryggð í umburðarlyndu samfélagi þar sem hver og einn getur lifað án aðgreiningar,
þar sem hver og einn getur lifað sínu lífi með reisn og virðingu án hvers konar mismununar. 

 

Framhaldsmenntun - Fræðslu og rannsóknarstofnanir á efri námsstigum stuðla að nýsköpun og hjálpa til við
að leysa staðbundin jafnt sem alþjóðlegar áskoranir. Mikilvægt er að tryggja aðgengi allra kynja, karla jafnt sem kvenna af öllum þjóðfélagsstigum að aðgengi að framhaldsmenntun með jafnræði að leiðarljósi.

Serving Food

SOCIAL PROGRESS IMPERATIVE

Social Progress Imperative í Washington er ábyrgðar og 

umsjónaraðili vísitölu félagslegra framfara - VFF/SPI.

Það var að frumkvæði Michael Green, forstjóra SPI og Matthew Bishop hjá Economist sem farið var af stað með þessa þróun eftir efnhagskreppuna 2008

Allt frá upphafi þá hefur vísitalan verið í stöðugri þróun. Það var síðan árið 2011 sem þeir fengu til liðs við sig prófessorana  Michael Porter hjá Harvard Business School  og Scott Stern hjá MIT, en báðir eru þeir heimsþekktir vísindamenn og Íslendingum að góðu kunnir en  professor Porter leiðir fagráð SPI.

SPI byggir á öflugu teymi sérfræðinga á öllum sviðum og gríðarlega sterku alþjóðlegu tengslaneti.

Nánari upplýsingar um SPI er að finna á heimsasíðu stofnunarinnar með því að klikka á hnappinn hér fyrir neðan.

GSPI_logo_blue_hires.png

Vertu með að gera heiminn að betri stað

Takk fyrir

SPI á Íslandi c/o Cognitio
Suðurlandsbraut 48
IS -108 Reykjavik

www.socialprogress.is -  www.whatworksinspi.com  - 
www.socialprogress.org

Private Policy - Persónuverndar stefna 
Heim: Contact
bottom of page