Vísitala félagslegra framfara

FRAMFARAVOGIN
 • Twitter - Grey Circle
 • Facebook - Grey Circle
 • LinkedIn - Grey Circle
 • YouTube - Grey Circle

Hvað er vísitala félagslegra framfara?

Vísitala félagslegra framfara er heildstæður mælikvarði yfir samfélagslega og umhverfislega vísa sem ná yfir þrjár meginvíddir félagslegrar þróunar.

Vísitalan endurspeglar hæfni samfélags til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífgæðum þeirra og skapa hverjum tækifæri til betra lífs.

Vísitala félagslegra framfara er mælikvarði yfir samanlagða samfélagslega og umhverfislega vísa sem ná yfir þrjár víddir: Grunnþarfir - Grunnstoðir velferðar og tækifæri 

Rammi vísitölu félagslegra framfara

Hver vídd byggir á fjórum þáttum sem hver samanstendur af 3-7 vísum.
Við útreikninga á vægi á hverjum og einum þarf að framfylgja skýrum tækni-legum og tölfræðilegum frumskilyrðum til að tryggja samanburðarhæfni heildar- niðurstöðu.

Einkenni vísitölu félagslegra framfara

Einkenni uppbyggingu og úrvinnslu VFF/SPI mælikvarðans byggir á 

 • Hér er einungis verið að mæla félagslega eða umhverfislega vísa, enga hagræna vísa. Horft er til þátta umfram landsframleiðslu
   

 • Aðeins er horft til niðurstaðna eða afleiðinga (e.outputs) en ekki til framlaga til aðgerða ( e.inputs) 
   

 • Vísarnir draga fram heildræna sýn á félagslegar framfarir samfélaga
   

 • Vísitalan er stjórntæki. Mælikvarðanum er ætlað að vera hagnýtur í notkun
  g gera notendum kleift að greina aðstæður og bregðast við mikilvægum málefnum samfélagsins.

Af hverju eigum við að mæla VFF ?

Meginástæða þess að mæla vísitölu félagslegra framfara er að að verg landsframleiðsla (VLF) veitir ófullkomna mynd af þróun einstaklingsins og samfélagi þjóða.

 

Það er margbreytileiki 21.aldarinnar sem þarf nýjan mælikvarða á framþróun sem viðbót við landsframleiðslu hvers samfélags fyrir sig. Staðreyndin er nefnilega sú að efnahags-legur auður tryggir ekki félagslegar framfarir. Þar kemur VFF hins vegar vel að notum.

=> VFF segir til um hvernig samfélagið stendur og hvernig tekist hefur uppi 

 
 
 
 
 

Upplýsingar

Fulltrúi SPI á Íslandi c/o Cognitio ehf

Rósbjörg Jónsdóttir

Suðurlandsbraut 48
IS 108 Reykjavik

tel: +354 - 8922008

www.socialprogress.is

www.whatworksinspi.com

www.socialprogressindex.com

Private Policy


 

© 2019 SPI  local partner á Íslandi - Cognitio ehf