Framfaravogin

Mælir félagslegar framfarir sveitarfélaga

high-res.png

Markmið Framfaravogarinnar er að draga fram stöðu félagslegra framfara í samfélaginu og um leið og sýna hvar og hvað má betur fara. Framfaravogin er stjórntæki eða einskonar vegvísir sem hjálpar sveitarfélögum að byggja upp umhverfi og innviði sem stuðla að félagslegu öryggi, heilbrigðum lífsháttum og samfélagslegri þátttöku allra íbúa.


Áherslur á félagslegar framfarir og umbætur er taka tillit til fleiri þátta en efnahagslegra verðmæta einna, hafa aukist verulega á undanförnum misserum. Ein leið til til að  draga fram stöðuna og stilla upp aðgerðum þar sem að félagslegar framfarir eru hafðar að leiðarljósi er að beita kortlagningu vísitölu félagslegra framfara, VFF (e. SPI - Social Progress Imperative). www.socialprogress.org

Mikilvægt er að leggja mat á stöðuna í þínu samfélagi og bregðast við með markvissum hætti í þágu fólksins og eða sýna fram á að þau verkefni sem fjárfest er í séu að sýna árangur.


Ef þitt sveitarfélag vill taka þátt endilega hafið samband hið fyrsta en  vinna næstu úttektar - 2021 - er nú þegar hafin.

Með markvissu samstarfi bæði með innlendum og erlendum sérfræðingum vinnum við saman að því að gera samfélagið að betri stað. Hægt er að sjá yfirlit viðburða í viðburðardagatali samstarfsins.


Frekari upplýsingar er að fá á info@cognitio.is