Niðurstöður úttektar á heimsvísu
 

Niðurstöður Íslands 2020
 

Ísland í 9.sæti af 163 yfir mestu lífsgæði í heiminum

Árleg úttekt á SPI – Social Progress Index (vísitala félagslegra framfara ) er birt í dag 10. September. Samkvæmt þessu er Ísland í  þ 9. sæti af 163 þjóðum hvað varðar lífsgæði og styrk samfélagslegra innviða. Aldrei hefur vísitalan náð til jafn margra þjóða og í ár og er íbúafjöldi þeirra samanlagður um 99,85 % af samanlögðum íbúafjölda jarðarinnar. 

Vísitalan samanstendur af 50 samræmdum vísum um félagslegar framfarir og nær yfir 10 ára tímabil.

Meðfylgjandi er skorkort Íslands 2020 . Með því að klikka á myndina er hægt að skoða hvern vísi á heimasíðu Social Progress Imperative